Leita í fréttum mbl.is

Tónleikaferðin ógúrlega - Útgáfutónleikar með Perfect Disorder

Litli píkupopparinn ég, skellti sér á tónleika í gær á Gauk á stöng í 101 Reykjavík.  Það var ekki mikið af fólki á téðum tónleikum, en eins og sagt er, fámennt en góðmennt.  Eða það hélt ég ...  Fyrstir á svið var hljómsveitin Dimma sem svipti okkur með sér í dimm og hryllingsleg hugarfóstur þeirra og manni leið eins og maður væri kominn í miðja splatter-mynd.  Allavega, svo kláruðu þeir sig af og á svið steig hljómsveitin Perfect Disorder.  Að mínu mati var meira varið í upphitunarhljómsveitina, en dæmi hver fyrir sig.  Þegar  farið var að síga á seinni hluta tónleikana fóru hlutir að gerast á dansgólfinu sem að hafði annars verið gersamlega tómt.  Það tóku sig til nokkrir úturtjúttaðir gæjar og fóru að slamma við hljómsveitarinnar spil.  Einn þeirra tók sér meðal annars eitt borð í hönd sem fólk sat við og snéri því í hringi á gólfinu, sem hefði getað endað með ósköpum.  Þessir menn slömmuðu þarna og mosh-pittuðu, tveir til þrír í einu og allt var þetta hið mesta sjónarspil. Ráðlegg ég þessum mönnum að fá sér verkjatöflur og liggja fyrir í dag.

En þrátt fyrir lætin í kókaínhórunum sem dilluðu sér á dansgólfinu í takt við músíkina voru þetta hinir fínustu tónleikar og félagsskapurinn framúrskarandi. Nú er mitt næsta skref að fara að hafa uppi á plötu með Dimmu.  GHG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vignir

Þú hefðir bara átt að henda þér í mosh pittinn og vera með dólgslæti mikil

Vignir, 21.7.2007 kl. 14:46

2 Smámynd: Guðrún Helga Guðmundsdóttir

jáh, hvernig hefði það farið, sennilega hefði ég brotið eins og fjórar tennur og handlegg, auk heilahristings og óráðs.  En það hefði bara verið gaman af því! ætli þessir menn hafi ekki eitthvað verið að föndra með ökuskirteinið sitt og langar hvítar línur á spegli áður en á dansgólfið var haldið!

Guðrún Helga Guðmundsdóttir, 21.7.2007 kl. 14:50

3 identicon

Hellú darling og takk fyrir gærkvöldið, þetta var bara snilld, er að vísu ekki sammála þér með að dimma hafi verið betri en perfect disorder. En ég er hins vegar sammála honum Vigni okkar að við hefðum kannski bara átt að slá þessu upp í kæruleysi og joina mosh pittinn, en sleppa ökuskírteininu og speglinum hehehe

Massa (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 15:09

4 identicon

hæhæ. til hamingju með nýju síðuna

Við Bumbus komim kannski einn daginn í heimsókn þar sem ég fer að setjast að hérna í sveitinni fram á fæðingu svo Sjáumst

Anna María og bumbubúinn (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helga Guðmundsdóttir
Guðrún Helga Guðmundsdóttir

Börn eru hér inni á ábyrgð foreldra

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband